Samspilstónleikar vorannar 2018 verða haldnir í
Safnaðarheimlinu á Hellu miðvikudaginn 21. mars kl. 18:00. Tónleikarnir eru helgaðir klassísku samspili bæði samsöng og hljóðfærasamspili. Samspil/samsöngur eru hliðargreinar í tónlistarnámi og einn af mikilvægustu þáttum námsins. Dagskrá tónleikanna á miðvikudaginn er bæði fjölbreytt og skemmtileg. Fram koma nemendur á öllum aldri og á ólíkum stigum, Suzukifiðluhópur, þverflautusamspil, harmoníkudúett, gítarsamspil o.fl. Allir velkomnir!