Tónlistarskóli Rangæinga og Harmóníkufélag Rangæinga munu eiga með sér samstarf skólaárið 2017 - 2018 um að efla veg og vanda harmoníkunnar. Í samstarfinu felst sameiginlegt tónleikahald á skólaárinu 2017 - 2018 þar sem nemendur og félagar úr Harmoníkufélaginu koma fram á harmoníkutónleikum sem skólinn auglýsir bæði haustið 2017 og vorið 2018. Jafnframt styrkir Harmoníkufélagið Tónlistarskóla Rangæinga vegna kaupa á harmoníkum til að nota í kennslu við skólann. Í sumar fjárfesti skólinn í tveimur kennsluharmoníkum og um leið gaf Harmoníkufélagið skólanum eina afar vandaða harmoníku af gerðinni HOHNER. Tónlistarskóli Rangæinga þakkar fyrir höfðinglega gjöf og hlakkar til samstarfsins í vetur. Myndin var tekin við afhendingu HOHNER harmoníkunnar. Frá vinstri: Sigríður Aðalsteinsdóttir skólastjóri, Haraldur Konráðsson formaður Harmoníkufélags Rangæginga, Auður Friðgerður Halldórsdóttir varaformaður og Grétar Geirsson harmoníkuleikari og kennari við skólann. Fimm nemendur munu stunda nám á harmoníku skólaárið 2017 - 2018. og munu flestir þeirra þurfa að leigja harmoníkur af skólanum.
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: tonrangrit@tonrang.is |
:)