Vorið 2017 hófu Tónlistarskóli Rangæinga og Leikskólinn á Laugalandi samstarf til eins árs. Í samstarfinu felst að Tónlistarskólinn fær að vinna að tilraunaverkefni með nemendur í elstu deild skólans. Börnunum verður kennt á fiðlu skólaárið 2017 - 2018 í samvinnu við kennara leikskólans og foreldra barnanna. Verkefninu stýrir Chrissie Telma Guðmundsdóttir fiðlukennari og Suzukikennaranemi. Eitt af markmið Tónlistarskóla Rangæinga er að lækka meðalaldur barna sem hefja hljóðfæranám og er það markmið í samræmi við niðurstöður margra rannsókna sem sýna jákvæð áhrif hljóðfæranáms á hina ýmsu þætti í lífi og starfi barna. Meginmáli skiptir að hefja námið á unga aldri til þess að áhrifa þess gæti á t.d. annað nám. Tónlistarskóli Rangæinga í samvinnu við grunnskóla sýslunnar hefur unnið að því sl. ár að færa forskólakennslu í grunnskólum niður um einn bekk þannig að flæði myndist á milli skólastiga í tónlistarnáminu sem kennt er á vegum leik- og grunnskóla. Haustið 2017 hófu börn í 1. bekk nám í forskóla í Grunnskólanum á Hellu og í Laugalandsskóla. Kennslu forskóla í 4. var þar með hætt í þessum skólum. Fjögur af fimm leikskólabörnum á Laugalandi sem munu læra á fiðlu í vetur. Forskólakennsla á vegum Tónlistarskóla Rangæinga í leik- og grunnskólum sýslunnar hefur tekið umtalsverðum breytingum undanfarin ár. Þessi litla tilraun endurspeglar að hluta til þá framtíðarsýn sem skóinn hefur varðandi hljóðfæranám barna í sýslunni.
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: tonrangrit@tonrang.is |
:)