Síðasta kennsluvikan í tónlistarskólanum er hafin. Í þessari viku fara fram stigspróf og forskólatónleikar. Síðasti kennsludagur er 15. maí. Eigi einhverjir kennarar eftir að bæta nemendum upp tíma þá verður það gert á mánudag og þriðjudag í næstu viku.
Skólaslit tónlistarskólans verða 21. maí í Hvolnum. Þau hefjast kl. 17:00. Afhentar verða einkunnir og umsagnir. Einnig verða veittar viðurkenningar fyrir bestu ástundun og hæstu einkunn í áfangaprófum.
Flutt verður stutt ávarp frá skólastjóra og formanni skólanefndar tónlistarskólans. Skólaslitum lýkur með tónlistaratriðum frá nemendum sem luku áfangaprófum í vor.
Við minnum á að skráning í tónlistarnám fyrir næsta skólaár er hafin. Hægt er að sækja um rafrænt á vef skólans. Allar upplýsingar varðandi skráningar veitir ritari skólans.
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: tonrangrit@tonrang.is |
:)