Nú fer senn að líða að því að nýtt skólaár hefjist. Starfsdagar kennara hefjast þann 20. ágúst og fyrsti áætlaði kennsludagur skólans er 26. ágúst. Á fyrstu dögunum munu kennarar hafa samband við nemendur og foreldra um skipulagingu kennslustunda í vetur. Tekin var upp sú nýbreytni síðastliðið vor að hafa rafræna innskráningu fyrir komandi skólaár og skilaði sú skráning sér mjög vel. Þannig að núna detta niður hinir ,,formlegu“ innritunardagar eins og þeir hafa verið undanfarin ár.
Skólinn býður nýja og einnig gamla nemendur sína velkomna til starfa á nýju skólaári og hlakkar til skemmtilegs samstarfs í vetur.
Nokkrar breytingar hafa orðið á kennarliði skólans. Í haust tekur aftur til starfa hjá okkur Guðrún Markúsdóttir píanókennari. Hún starfaði lengi við skólann eða allt til 2007. Frá þeim tíma hefur kennt á píanó og fiðlu samkvæmt suzuki hugmyndafræðinni á eigin vegum hér í sveitarfélaginu. Við bjóðum Guðrúnu hjartanlega velkomna til starfa.
Stefna Tónlistarskóla Rangaæinga er að í vetur verði lögð drög að suzukideild. Það þýðir að skólinn getur tekið á móti börnum á leikskólaaldri í tónlistarnám. Þar sem allir nemendur Guðrúnar fylgdu henni inn í skólann eru ekki laus pláss í suzukinámi í vetur. Til stendur að halda kynningu á suzukikennslu fyrir foreldra leikskólabarna á haustdögum. Í samvinnu við leikskólastjóra sveitarfélaganna verður sendur póstur á foreldra þegar þar að kemur.
Einn nýr kennari hefur störf við skólann í vetur, Kristín Þóra Jökulsdóttir. Hún mun kenna á fiðlu. Hún tekur við af Kristni J. Níelssyni sem hætti störfum við skólann í vor. Einnig mun hún kenna í forskóla, kenna tónlistarsögu og hafa umsjón með strengjaseit ásamt öðrum kennurum. Við bjóðum hana velkomna til starfa.
.
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: tonrangrit@tonrang.is |
:)