Nú líður að lokum þessa skólaárs. Aðeins eru eftir fimm kennsludagar. Síðasti kennsludagur er miðvikudagurinn 16. maí. Skólaslitin eru þann 18. maí kl. 17:00 í Hvolnum. Einir tónleikar eru þó eftir á hjá okkur á skólaárinu. Þeir verða mánudaginn 14. maí og verða auglýstir þegar nær dregur. Auglýsing vegna skólaslitanna mun birtast í Búkollu í næstu viku og um leið verður auglýst að opið sé fyrir umsóknir nýrra nemenda fyrir næsta skólaár. Við biðjum þá sem hafa hug á því að sækja um nám við skólann að kynna sér vel skipulag námsins, námskröfur og kröfur um mætingar. Upplýsingar er að finna á heimasíðunni okkar www.tonrang.is . Fljótlegt er að opna skólanámskrána okkar. Hana er að finna neðst á síðunni "Skólanámskrá". Í henni á bls. 16 er kafli sem heitir "Hagnýtar upplýsingar" sem gott er að kynna sér. Við bendum á að skólajöldin fyrir skólaárið 2018 - 2019 verða uppfærð í júní. Þeir sem hyggjast sækja um söngnám er sérstaklega er bent á breytingar á skipulagi söngnáms frá og með haustinu 2018. Upplýsingar um söngnám má finna á bls. 14 í Skólanámskránni. Það er einstaklega ánægjulegt að geta sagt frá því að haustið 2018 mun hefja störf hjá okkur ryþmískt menntaður söngkennari. Unnur Birna Björnsdóttir. Unnur hefur lokið námi í ryþmískum söng frá FÍH og starfar við tónlist og við kennslu. Ryþmíska deildin okkar tekur þannig eitt skref áfram í að byggja upp faglegt ryþmískt nám í Rangárvallarsýslu. Skólanámskráin okkar er í stöðugri endurskoðun og er lifandi plagg. Ef þið hafið ábendingar varðandi hana þá endilega hafið samband við okkur. Við kunnum sérstaklega vel að meta hugmyndir að endurbótum og/eða breytingum.
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: tonrangrit@tonrang.is |
:)