Kæru nemendur, foreldrar, kennarar og aðrir gestir!
Verið hjartanlega velkomin á skólaslit Tónlistarskóla Rangæinga vorið 2024.
Eins og venjan er, þá munum við hlusta á nokkur fjölbreytt tónlistaratriði og byrjaði Hulda Hannesdóttir sem söng Think of me, úr Phantom of the Opera , en hún hefur lokið grunnprófi í klassískum söng nú í vor með glæsibrag. Hulda er nemandi Maríönnu Másdóttur.
Nokkrar tölur um skólann
Í vetur voru rétt rúmlega 150 nemendur skráðir í einkanám við skólann og tæplega 90 nemendur í forskóla í grunnskólum og leikskólum í Rangárvallasýslu.
15 nemendur voru í Suzukinámi við skólann, á píanó, fiðlu, selló og blokkflautu, 1 nemandi var í framhaldsnámi, 13 nemendur í miðnámi og allir hinir í grunnámi.
Fullorðnir nemendur eru 23, þar af langflestir í söngnámi.
6 nemendur tóku áfangapróf í vetur, en þeir verða kallaðir upp sérstaklega á eftir.
Við ætlum að fá annað tónlistaratriði: Emma Guðrún Bahner Jónsdóttir spilar á píanó Rivali’s Theme, sem var valverkefni hennar í grunnprófi. Það er tölvuleikjatónlist sem hún útsetti sjálf fyrir píanó.
Emma er nemandi Guðrúnar Markúsdóttur og hefur lokið grunnprófi í píanó í vor.
Starfsmenn
Í vetur hafa verið starfandi við skólann 19 fastráðnir og fjórir stundakennarar, samtals í rúmlega 10 stöðugildum.
Þetta er einstaklega flottur hópur af frábærum tónlistarmönnum, eins og hefur sýnt sig við undirbúning og framkvæmd kennaratónleikanna sem haldnir voru fyrir Páskafrí.
Það er líka sérstaklega skemmtilegt að fara á nemendatónleika kennaranna, en þeir voru 14 nú í maí. Þá sér maður hvað þessir kennarar hlúa vel að nemendum sínum og leggja sig fram við kennslu.
Ég vil því grípa þetta tækifæri og biðja ykkur um að klappa fyrir þessum frábæru kennurum!
Starfsmannabreytingar
Starfsmannahópurinn verður að mestu óbreyttur næsta vetur, en Sandra Rún Jónsdóttir skólastjóri verður aftur í fæðingarorlofi næsta vetur.
Því miður ætlar Lárus Sigurðsson gítarkennari ekki að vera áfram hjá okkur og þökkum við honum fyrir vel unnin störf í vetur.
Núna ætlum við að hlusta á næsta tónlistaratriði, en Guðjón Garri Ragnarsson og Ómar Azfar Valgerðarson Chattha spila dúett á selló: Á Sprengisandi. Guðjón og Ómar eru nemendur Uelle Hahndorf.
Glódís Guðmundsdóttir spilar með þeim á piano.
Viðburðir
Á liðnu skólaári voru fjölmargir tónleikar haldnir á vegum skólans.
Það voru 27 nemendatónleikar, 6 tónfundir með ákveðnu þema, 2 stórir samspilstónleikar (jól og vor) og nokkrar heimsóknir á Lund og Kirkjuhvol auk þátttöku nemenda í guðsþjónustum og á öðrum viðburðum, s.s. 90 ára afmæli Hvolsvallar og Stóra upplestrarkeppni.
Baðstofukvöld fyrir fullorðna nemendur er að festa sig í sessi.
Fyrir Páskafrí voru haldnir frábærir tónleikar, þar sem kennarar komu fram og voru þessir tónleikar alfarið á herðum kennaranna sjálfra.
Samsöngshópur eldri nemenda settu á svið Disney-ævintýri, en samsöngshópur yngri nemenda var með tónlistarsýningu í anda Trolls-teiknimyndanna.
Einn nemandi fékk að taka þátt í Upptaktinum.
Þemadagarnir voru haldnir í byrjun febrúar og enduðu á opnu húsi á degi tónlistarskólanna.
Þrír nemendur tóku þátt í Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna: en það voru Guðjón Garri Ragnarsson, sem spilaði frumsamið lag á píanó, Hilmar Þór Jónsson spilaði á piano, en hann var enn á fyrsta ári sínu í píanónámi og Guðný Lilja Pálmadóttir spilaði á fiðlu, og ætlum við núna hlusta á hana spila lagið: Theme úr Schindler’s List.
Kennari Guðnýjar er Guðmundur Pálsson.
Afhending prófskjala
Eftirfarandi nemendur útskrifuðust úr Suzuki-bók
- Daníel Elmar Fjalarson úr fyrstu fimm lögum á sópran blokkflautu
- Hafdís Auður Sigurðardóttir úr bók 1 á píanó
- Rahila Sara Valgerðardóttir Chattha úr bók 2 á sópran blokkflautu
- Guðný Lilja Pálmadóttir úr bók 5 á fiðlu
Forstigspróf tóku:
- Hrafnar Freyr Leósson, píanó
- Emilía Sif Magnúsdóttir, píanó
- Emilía Kristín Sigurðardóttir, píanó
Eftirfarandi nemendur tóku 1. stigs próf
- Álfheiður Silla Heiðarsdóttir, píanó
- Ásgeir Ómar Eyvindsson, píanó
- Amadeusz Stanislaw Kosecki, píanó
- Embla Bríet Einarsdóttir, píanó
- Guðjón Garri Ragnarsson, píanó
- Hafrún Ísleifsdóttir, söngur
- Helga Björk Garðarsdóttir, píanó
- Hilmar Þór Jónsson, píanó
- Sölvi Sigurmundsson, píanó
Eftirfarandi nemendur tóku 2. stigs próf
- Brynja Atkins, söngur
- Thelma Lind Árnadóttir, söngur
- Valgerður Sigurðardóttir, söngur
Eftirfarandi nemandi tók 4. stigs próf
- Sjöfn Lovísa Bahner Jónsdóttir, fiðla
Grunnpróf tóku:
- Alexandria Ava Boulton, blokkflauta
- Emma Guðrún Bahner Jónsdóttir, píanó
- Helga Melsted, söngur
- Hulda Guðbjörg Hannesdóttir, söngur
- Stefán Haukur Friðriksson, gítar
Miðpróf tók:
- Halla Þuríður Steinarsdóttir, píanó
Næst ætlum við að fá Madeleine Anita Boulton að spila fyrir okkur Tarantella á piano.
Madeleine er nemandi Laima Jakaite.
Viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í vetur
Eins og sést alltaf þegar nemendur tónlistarskólans koma fram, þá erum við með ansi marka duglega og áhugasama nemendur. Hins vegar eru alltaf einhverjir sem skara fram úr, eru sérstaklega áhugasöm, eru dugleg að mæta og sýna miklar framfarir. Þeir nemendur fá alltaf viðurkenningu fyrir framúrskarandi ástundun og framfarir.
Í ár eru það:
Hafdís Auður Sigurðardóttir, píanónemandi Guðrúnar Markúsdóttur. Hún er dugleg og samviskusöm og gerir allt eins og henni er sagt með bros á vör. Algjörlega til fyrirmyndar!
Halla Þuríður Steinarsdóttir hefur æft á tvö hljóðfæri í vetur, píanónám hjá Glódísi Guðmundsdóttur og ryþmískt fiðlunám hjá Dan Cassidy. Hún tók miðpróf í píanóleik nú í maí og hélt sína eigin tónleika þar sem hún átti ekki erfitt með að fylla 30 mín. dagskrá aðallega af fiðluatriðum.
Madeleine Anita Boulton, píanónemandi Laimu Jakaite er sérstaklega dugleg og samviskusöm, mætir alltaf með bros á vör og vel undirbúin í tímana sína. Hún er fyrirmyndarnemandi í alla staði!
Mikael Máni Leifsson, æfir á trommur og hefur verið hjá nokkrum kennurum í vetur vegna fæðingarorlofs og veikinda. Hann er sérstaklega áhugasamur og æfir sig greinilega mikið heima, hann bíður alltaf óþolinmóður eftir því að yngri systkini hans séu sofnuð svo hann geti farið að æfa sig. Hann hefur tekið þátt í ýmsum samspilum í vetur og staðið sig frábærlega.
Núna stigur á svið Manúela Maggý Morthens sem syngur lagið Heal, en hún hefur samið lagið sjálf og fékk að taka þátt í Upptaktinum með því þar sem hún fékk aðstoð fagfólks við útsetninguna.
Í framhaldi munu kennarar afhenda alla vitnisburði til þeirra sem ekki tóku próf.
En þá segi ég skólaárinu 2023-2024 hjá Tónlistarskóla Rangæinga formlega slitið!
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: tonrangrit@tonrang.is |
:)