Sumarfrí

Frá og með 20. maí eru kennarar Tónlistarskóla Rangæinga er komnir í sumafrí.

Skólastjóri verður í sumarfríi frá 25. maí til 10. júní og frá 1. júlí til 31. júlí. Hægt er að bóka fund með skólastjóra með því að senda póst á tonrang@tonrang.is eða hringja í síma 8689858.

Kennsla hefst að nýju mánudaginn 29. ágúst.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða drög að skóladagatali Tónlistarskóla Rangæinga skólaárið 2016 - 2017. Við viljum vekja sérstaka athygli á því að öllum stigsprófum og áfangaprófum á hljóðfæri á að vera lokið fyrir páska 2017.

Einnig verður fyrirkomulagi á tónleikahaldi skólans breytt. Áhersla verður lögð á samspilstónleika. Bæði klassíska og ryþmíska. Vor- og hausttónleikar falla út en í stað þeirra koma "kennaratónleikar". Hver hljóðfærikennari heldur tónleika einu sinni á haustönn og einu sinni á vorönn með sínum nemendahópi.

 Tónlistarskóladagatal Tónlistarskóla Rangæinga 2016-2017 drög Við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars og hlökkum til að sjá nemendur og forledra að nýju í lok ágúst.