Þann 30. September kl. 15:00 verða haldnir tónleikar að Kvoslæk í Fljósthlíð. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Belgíski fiðluskólinn“. Á þessum tónleikum flytja Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Richard Simm píanóleikar glæsilega tónlist eftir Henri Vieuxtems, Henri Wieniawski, Cesar Franck og fleiri. Þetta eru sérstaklega áhugaverðir tónleikar fyrir fiðlu- og píanónemendur. Bæði er dagskráin afar metnaðarfull og þarna eru tveir af okkar bestu og reyndustu tónlistarmönnum að koma fram. Við hvetjum nemendur , kennara og foreldra til að fjölmenna á þessa glæsilegu tónleika í hinni fögru Fljótshlíð. Nemendur fá frítt inn .
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: tonrangrit@tonrang.is |
:)