Upptakturinn er árviss viðburður á vegum Hörpu sem nú er haldinn í tólfta sinn, en í fyrra fékk einn nemandi Tónlistarskóla Rangæinga að taka þátt.
Ungmenni í 5.-10. bekk geta sent inn hugmyndir að tónsmíðum í því formi sem þau kjósa, á upptöku eða með hefðbundinni eða óhefðbundinni nótnaskrift.
Áhersla er lögð á að styðja þau í fullvinnslu hugmyndar, en ungmennin sem komast áfram taka þátt í tónlistarsmiðju með nemendum í skapandi tónlistarmiðlun við
Listaháskóla Íslands, auk þess að vinna að útsetningum undir leiðsögn nemenda tónsmíðadeildar. Að þessu ferli loknu er nýtt tónverk fluttaf nemendum LHÍ
og atvinnutónlistarfólki, tekið upp og sýnt á RÚV.
ATH! Að öll börn í 5 – 10. bekk mega senda inn tónverk, hvort sem þau stunda nám við tónlist eða ekki.
Nánari upplýsingar má finna hér: Upptakturinn
Frestur til að skila inn hugmyndum er 21. febrúar á netfangið upptakturinn@gmail.com með nafni höfundar, aldri, símanúmeri,
tölvupóstfangi, grunnskóla, titli verks og verkinu á nótum og/eða MP3 hljóðskrá.
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: tonrangrit@tonrang.is |
:)