Vegna styttingar vinnuviku fellur öll kennsla niður MÁNUDAGINN, 13. nóvember 2023.

Mánudaginn 13. nóvember n.k. verður frí í Tónlistarskóla Rangæinga vegna styttingar vinnuviku. 
 
Fyrirkomulag gengur út á það að kennsla fellur niður á samtals fimm dögum, dreifðum yfir skólaárið, og er dreifingin jöfn á vikudagana. Um er að ræða eftirfarandi daga, eins og fram kemur á skóladagatalinu:

Fimmtudaginn, 19. október 2023
Mánudaginn, 13. nóvember 2023
Miðvikudaginn, 3. janúar 2024
Þriðjudaginn, 20. febrúar 2024
Föstudaginn, 26. apríl 2024

Þessi stytting má að sjálfsögðu ekki bitna á nemendunum og því verður haldin þemavika í febrúar (dagana 5.-9. febrúar 2024), en í þeirri viku fá nemendur ekki hefðbundna kennslu heldur verða haldin sérstök námskeið og fær hver nemandi a.m.k. tvöfaldan kennslutíma miðað við námshlutfallið sitt.