Í dag eru tvennir nemendatónleikar hjá Tónlistarskóla Rangæinga. Fyrri tónleikarnir eru í Safnaðarheimlinu á Hellu og hefjast þeir kl. 16:15. Fram koma nemendur Ulle Hahndorf selló-píanó- og fiðlukennara og nemendur Kristína Jóhönnu Dudziak blokkflautu- og Suzukiblokkflautukennara. Allir velkomnir! Síðari tónleikarnir eru í Hvolnum og hefjast þeir kl. 17:15. Fram koma nemendur Laimu Jakaíte píanókennara og Örlygs Benedikssonar klarínettu- og saxófónkennara. Allir velkomnir! Á morgun laugardag er svo Suzukiútskrift í Tónlistarskólanum á Hvolsvelli og hefst hún kl. 13:00. Útskriftir úr Suzukinámi fara fram með tónleikum. Það eru nemendur Chrissiar Telmu Guðmundsdóttur Suzukifiðlukennara, Guðrúnar Markúsdóttur Suzukipíanókennara og Kristínar Jóhönnu Dudziak Suzukiblokkflautukennara sem eru að útskrifast bæði úr tilbrigðum og bókum. Allir velkomnir!
Vallarbraut 16 | 860 Hvolsvöllur Símanúmer á Hellu: 487 5944 Símanúmar á Hvolsvelli: 488 4280 Netfang: tonrang@tonrang.is |
Skrifstofa skólans er opin frá Netfang: tonrangrit@tonrang.is |
:)