Endurnýjun umsókna þarf að vera lokið 1. maí 2018!

 

Ágætu nemendur, foreldrar og forráðamenn!   Við viljum ítreka mikilvægi þess að endurnýja umsóknir fyrir næsta skólaár ætli nemandi sem nú er skráður við skólann, að halda áfram námi. Mikilvægt er að endurnýjun sé lokið fyrir 1. maí. Að þeim tíma liðnum auglýsir skólinn laus pláss til umsóknar. Fyrir endurnýjun umsókna biðjum við ykkur að fara inn á ykkar síðu í skráningarkerfinu okkar. Slóðin á innskráningu er hér: https://innskraning.island.is/?id=schoolarchive.net Merkið við: „ Halda áfram núverandi námi skólaárið 2018/2019“. Munið að staðfesta að þið hafið kynnt ykkur skólareglur skólans og greiðsluskilmála skólagjalda og vista umsóknina.   Sigríður Aðalsteinsdóttir skólastjóri