Fréttir

Næstu nemendatónleikar: 8. nóvember kl. 18:00 á Hvolsvelli

Næstu nemendatónleikar Tónlistarskóla Rangæinga verða haldnir þriðjudaginn 8. nóvember kl. 18:00 í Tónlistarskólanum á Hvolsvelli.
Lesa meira

Nemendatónleikar 2. nóvember kl. 16:30 á Hellu

Næstu nemendatónleikar  Tónlistarskóla Rangæinga verða haldnir þann 2. nóvember í Safnaðarheimilinu á Hellu. Það eru þverflautunemendur Maríönnu Másdóttur sem koma fram.
Lesa meira

Nemendatónleikar 28. og 29. október!

Fyrstu nemendatónleikar Tónlistarskóla Rangæinga verða haldnir nú í lok október. Föstudaginn 28. október  verða tónleikar í Safnaðarheimilinu á Hellu.
Lesa meira

Takk fyrir komuna í kaffið!

Hjartans þakkir til allra sem komu til okkar í kaffi í síðustu viku. Það var yndislegt að hitta ykkur öll og hlusta á börnin spila og syngja.
Lesa meira

Ykkur er boðið í afmæliskaffi!

Á skólaárinu 2016 -2017 fagnar Tónlistarskóli Rangæinga 60 ára afmæli sínu. Af því tilefni verður efnt til viðburða í október, nóvember og á vörönn 2017.Fyrstu viðburðir eru afmæliskaffi.
Lesa meira

Æfingar ryþmasveitar eru að hefjast!

Í ryþmísku samspili í Tónlistarskóla Rangæinga koma nemendur saman í hljómsveitarstofunni og vinna saman tónlist og spila saman á uppákomum yfir veturinn. Í tilefni 60 ára afmælis Tónlistarskóla Rangæinga ætlum við að vinna með íslenska þjóðlagatónlist og setja hana í skemmtilegt nútímalegt form þar sem nemendur taka mikinn þátt í að skapa og hafa áhrif á tónlistina.
Lesa meira

Skólagjöld 2016 - 2017

Skólagjöld verða send til innheimtu um miðjan september. Þau hækka lítillega á milli ára eða sem svara hækkun á neysluvísitölu frá ágúst 2015 til júlí 2016. Allar fyrirspurnir varðandi skólagjöld nemenda skala senda á tonrangrit@tonrang.is.
Lesa meira

Ryþmískt samspil 2016 - 2017

Síðasta vetur hófst uppbygging ryþmadeildar við Tónlistarskóla Rangæinga. Deildin er að vaxa og í vetur verður boðið uppá hóptíma fyrir nemendur sem stunda nám á rafmögnuð hljóðfæri og trommur  á Hellu og á Hvolsvselli.
Lesa meira

Hóptímar 2016 - 2017

Nú ættu allir nemendur foreldrar og forráðamenn að hafa fengið póst varðandi hóptíma í tónfræðigreinum og tónlistarsögu.Allir nemendur sem stunda einkanám á hljóðfæri eiga að sækja tíma í hliðarfögum.
Lesa meira

Nýtt skólaár er hafið!

Síðustu daga hafa kennarar tónlistarskólans verið að raða niður í stundarskrá vetrarins. Þetta getur verið dálítið púsluspil en nú ættu flestir að vera komnir með sína hljóðfæratíma.
Lesa meira