Fréttir

Staðfesting á skólavist 2016 - 2017

Ágætu nemendur, foreldrar og forráðamenn! Við biðjum ykkur að staðfesta fyrir lok næstu viku, í síðasta lagi föstudaginn 22. apríl,  hvort að nemendur sem nú eru skráðir við skólann muni halda áfram tónlistarnámi skólaárið 2016 - 2017. Staðfesta á skólavist rafrænt. Til að staðfesta er farið inná .
Lesa meira

Nótan 2016 - uppskeruhátíð tónlistarskóla á Íslandi í Hörpu

Sunnudaginn 10. apríl fer fram lokahátíð Nótunnar - uppskeruhátíð tónlistarskóla á Íslandi. Dagurinn er undirlagður af tónlist sem flutt er af nemendum víðs vegar af landinu. Það er okkur mikil ánægja að á meðal flytjenda í Hörpu er stúlknakvartett frá tónlistarskólanum okkar.
Lesa meira

Nemendur með á tónleikum Karlakórs Rangæinga

Í næstu viku heldur Karlakór Rangæinga ferna tónleika á Suðurlandi og í Reykjavík. Það gleður okkur að einn af kennurum skólans, Þórunn Elfa Stefánsdóttir, syngur einsöng með kórnum og annar kennari leikur með kórnum á harmóníku, hann Grétar Gerisson.
Lesa meira

Páskafrí 2016

Frá og með mánudeginum 21. mars fer Tónlistarskóli Rangæinga í páskafrí. Fyrsti kennsludagur eftir páska er þriðjudagurinn 29. mars.    Við óskum ykkur öllum gleðilegra páska!    .
Lesa meira

Samspilstónleikar 2016

Á morgun, þriðjudaginn 15. mars, eru samspilstónleikar skólans. Tónleikarnir verða í Hvolnum og hefjast þeir kl. 17:00. Á dagskránni eru átta fjölbreytt atriði.
Lesa meira

Afmælistónleikar Suzukisambandsins

Í gær sunnudag hélt Suzukisamband Íslands uppá 30 ára afmæli. Af því tilefni var efnt til stórtónleika í Norðurljósasal Hörpu.
Lesa meira

Svæðistónleikar Nótunnar

Svæðistónleikar Nótunnar fóru fram í gær, sunnudag 13. mars, í Salnum í Kópavogi. Nemendur okkar stóðu sig með miklum sóma. Það var einstaklega ánægjulegt að sjá þau og heyra í þessum fallega sal.
Lesa meira

Fyrsta Suzukiútskrift Tónlistarskóla Rangæinga

Haustið 2015 hófst undirbúningur að stofnun Suzukideildar við Tónlistarskóla Rangæinga. Enn er verið að leggja grunn að deildinni og við erum bjartsýn enda afskaplega duglegir nemendur og foreldrar sem nú stunda Suzukinám við skólann. Í dag, laugardaginn 12.
Lesa meira

Upplestrarkeppni, svæðistónleikar, afmælishátíð

Í þessari viku og um helgina eru nemendur tónlistarskólans að spila og syngja. Á upplestarkeppninni sem fram fer í íþróttahúsinu á Hellu koma fram nemendur frá skólanum.
Lesa meira

Samspilstónleikar 15. mars kl. 17:00

Við viljum vekja athygli á næstu tónleikum skólans sem eru þriðjudagin 15. mars  kl. 17:00. Samspilstónleikarnir í ár eru í Hvolnum.
Lesa meira