Fréttir

Nemendur á ferð og flugi

Á dögunum fór Guðrún Markúsardóttir með suzukinemendur sína í ferð til Reykjavíkur. Þau heimsóttu Tónastöðina og léku þar saman á flygla í búðinni.
Lesa meira

Nótutónleikar 2016

Þann 17. febrúar síðast liðinn fóru fram Nótutónleikar Tónlistarskóla Rangæinga. Nemendur stóðu sig með mikilli prýði og geta öll verið stolt af sinni frammistöðu. Tónleikarnir voru liður í forvali fyrir Nótuna 2016 sem er uppskeruhátíð tónlistarskóla á Íslandi.
Lesa meira

Reykjavíkurferð 2016 - lokadagar skráningar!

Reykjavíkurferð Tónlistarskóla Rangæinga verður þann 19. maí 2016. Sendur var póstur til foreldra og forráðamanna allra nemenda í einkanámi í síðustu viku og þeir beðnir að skrá börnin í Reykjavíkurferðina með því að senda tölvupóst.
Lesa meira

Engin kennsla í Tónlistarskólanum á öskudag!

Nemendur foreldrar og forráðamenn athugið! Á morgun, öskudag, er símenntunardagur hjá tónlistarkennurum og því engin kennsla í skólanum.   
Lesa meira

Foreldravika

Foreldravika verður í Tónlistarskólanum fyrstu vikuna í febrúar. Allir foreldrar ættu að hafa fengið tölvupóst frá okkur þar sem foreldravikan var auglýst. Foreldrar eru þessa viku, sem og reyndar allar aðrar vikur skólaársins, boðin hjartanlega velkomin í tíma til barnanna. Gott er að nota tækifærið í þessari viku og spjalla við kennarana og kanna framvindu námsins, mætingar og það helsta sem fólk vill ræða og varðar tónlistarnám barnsins. Það verður heitt á könnunni og með því á kennarastofunni :-) Ef óskað er er eftir viðtali við skólastjóra þá vinsamlegast sendið póst á tonrang@tonrang.is.  .
Lesa meira

Endurmenntun tónlistarkennara - Fyrirlestur um ADHD

  Þann 10. febrúar er endurmenntunardagur kennara og starfsfólks hjá Tónlistarskóla Rangæinga. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsnæði skólans á Hvolsvelli. Við bjóðum nemendum, foreldrum og forráðamönnum að skrá sig til þátttöku sér að kostnaðarlausu.
Lesa meira

Tónlistarnám og námsmat

Fyrir áhugasama hefur skjalið "Tónlistarnám og námsmat" verið uppfært með nýrri tölfræði skólaársins 2015 - 2015.
Lesa meira

5. bekkur í náttúrufræði í Rjóðrinu

Í dag fóru Eydís og Valla með 5.bekk í náttúrufræði í Rjóðrið. Á leiðinni tíndum við laufblöð og sveppi en við höfum verið að fræðast um skóga, tré og sveppi í náttúrufræðibókinni okkar í vikunni. Allir voru duglegir og áhugasamir og tíndu heilan helling. Við spáðum og spekúleruðum í hinum ýmsu jurtum, laufblöðum og sveppum.
Lesa meira

5. bekkur í náttúrufræði í Rjóðrinu

Í dag fóru Eydís og Valla með 5.bekk í náttúrufræði í Rjóðrið. Á leiðinni tíndum við laufblöð og sveppi en við höfum verið að fræðast um skóga, tré og sveppi í náttúrufræðibókinni okkar í vikunni. Allir voru duglegir og áhugasamir og tíndu heilan helling. Við spáðum og spekúleruðum í hinum ýmsu jurtum, laufblöðum og sveppum.
Lesa meira